Skip to content
Increase font size Decrease font size Default font size

Broddanes

JA slide show
Heiðlóa Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst

Heiðlóa - Pluvialis apricarialoa

Farfugl

Stærð: Um 28 cm.

Útlitseinkenni:
Höfuð að framan og kinnar svört að lit og framan á bringu og að neðan. Hvít rönd fram á gogg og aftur með fyrir ofan augu og niður með hliðum aftur á stél. Að ofan svört með mólitum dílum. Fætur gráir, goggur svartur.

Um lífshætti:
Lóan er algeng á Ströndum. Hún er með fyrstu farfuglum þegar hún kemur fljúgandi í litlum hópum og heldur sig þá oftast til að byrja með við ár og ósa. Fyrstu fuglarnir láta sjá sig í apríl. Lóan verpir aðalega í mólendi þar sem gróður er nokkuð strjáll og lágur. Lóan verpir bæði á láglendi og á heiðum uppi. Hún býr sér hreiður úr litlum steinum, mosa og grasi. Þar verpir hún fjórum eggjum. Eggin falla oftast mjög vel inn í umhverfið, móbrún með svörtum dílum, frekar lítil. Heiðlóan leggur sér helst til matar skordýr hverskonar og ánamaðka.

Seinni part ágústmánaðar eða í byrjun september má sjá lóuna hópa sig á túnum áður en hún býr sig undir að yfirgefa sumarheimkynni sín og fljúga á suðlægari slóðir, aðallega til V-Evrópu.

 

Um lífshætti:

Lóan er algeng undir Eyjafjöllum. Hún er með fyrstu farfuglum þegar hún kemur fljúgandi í litlum hópum og heldur sig þá oftast til að byrja með við ár og ósa. Fyrstu fuglarnir láta sjá sig í apríl. Lóan verpir aðalega í mólendi þar sem gróður er nokkuð strjáll og lágur. Lóan verpir bæði á láglendi og á heiðum uppi. Hún býr sér hreiður úr litlum steinum, mosa og grasi. Þar verpir hún fjórum eggjum. Eggin falla oftast mjög vel inn í umhverfið, móbrún með svörtum dílum, frekar lítil. Heiðlóan leggur sér helst til matar skordýr hverskonar og ánamaðka.

Seinni part ágústmánaðar eða í byrjun september má sjá lóuna hópa sig á túnum áður en hún býr sig undir að yfirgefa sumarheimkynni sín og fljúga á suðlægari slóðir, aðallega til V-Evrópu.

 

 

Tungumál

Icelandic(IS)English (United Kingdom)
host